Eddie Howe, stjóri Newcastle, útilokar ekki að Cristiano Ronaldo gæti verið á leið til félagsins á lánssamningi.
Howe vildi lítið gefa upp en Ronaldo hefur verið orðaður við Newcastle sem var keypt af fjárfestum frá Sádí Arabíu í fyrra.
Ronaldo leikur einmitt þar í landi með Al-Nassr en hann er af mörgum talinn einn besti fótboltamaður sögunnar.
Englendingurinn vildi ekki staðfesta hvort Newcastle væri að skoða það að fá Ronaldo sem er orðinn 38 ára gamall.
,,Það snýst allt um það hvort það sé rétt fyrir Newcastle. Við munum alltaf gera það sem er rétt í stöðunni fyrir félagið,“ sagði Howe.