Það á ekki af Wesley Fofana, varnarmanni Cheslea að ganga en hann er nú með slitið krossband og spilar ekkert á komandi tímabili.
Fofana sleit krossband á æfingu Chelsea en varnarmaðurinn var mjög mikið meiddur á síðustu leiktíð.
Chelsea reif fram 75 milljónir punda til að fá franska varnarmanninn fyrir ári síðan en hann fann ekki taktinn vegna meiðsla.
Chelsea hafði vonast eftir því að Fofana gæti fundið taktinn og verið í sínu besta formi á komandi tímabili.
„Wesley hefur endurhæfingu sína með læknateymi okkar,“ segir í yfirlýsingu Chelsea.
Fabrizio Romano segir að Chelsea sé nú farið að leita að miðverði vegna meiðsla Fofana en sú staða var ekki á lista Mauricio Pochettinho til að styrkja fyrir meiðslin.
BREAKING: Chelsea defender Wesley Fofana broke his ACL. 🚨🔵 #CFC
Fofana has undergone anterior cruciate ligament reconstruction surgery.
“Wesley will now begin his recovery and work with the club's medical department at Cobham during his rehabilitation phase”, club reports. pic.twitter.com/hahMVmcMMU
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 18, 2023