Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki tilbúnir fyrir Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah fyrir komandi tímabil.
Þetta segja stuðningsmenn Liverpool en eins og flestir vita eru þessir leikmenn á mála hjá félaginu.
Salah og Trent eru í svakalegu standi fyrir komandi tímabil en enska deildin hefst í næsta mánuði.
Í dag var birt mynd af leikmönnunum berum af ofan og má svo sannarlega segja að þeir hafi ekki slakað á í sumarfríinu.
,,Þið hafið svo sannarlega ekki slakað á í sumar. Hvað er í gangi?“ skrifar einn við myndina og bætir annar við: ,,Þetta er kjaftæði. Sá sem sér um að eiga við myndirnar á skilið launahækkun.“
Myndina umtöluðu má sjá hér.