fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Ronaldo segir fótboltann í Evrópu á hraðri niðurleið – Segir bara gæði í einni deild

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo leikmaður Al Nassr í Sádí Arabíu segir að evrópskur fótbolti sé á niðurleið og aðeins enska úrvalsdeildin sé áfram í góðu lagi.

Ronaldo yfirgaf England í upphafi árs og fór til Sádí Arabíu og eftir það hafa fjöldi leikmanna fylgt honum þangað.

„Deildin í Sádí Arabíu er betri en MLS deildin,“ segir Ronaldo þegar hann var spurður út í það en Lionel Messi er mættur í MLS deildina.

„Ég kem ekki aftur til Evrópu, þær dyr eru alveg lokaðar. Ég er 38 ára og evrópskur fótbolti hefur misst gæðin. Eina deildin sem er með gæði er enska úrvalsdeildin.“

„Spænska deildin er ekki mjög góð, deildin í Portúgal er góð en er ekki á meðal þeirra bestu. Þýska deildin hefur misst mikið, ég er öruggur á því að ég spila ekki í Evrópu. Ég vil spila í Sádí.“

Ronaldo segir að fleiri stjörnuleikmenn muni koma til Sádí Arabíu en Karim Benzema, N´Golo Kante og fleiri hafa mætt í sumar.

„Á einu ári munu fleiri stjörnur koma hingað. Á næsta ári mun deildin hérna verða betri en í Tyrklandi og Hollandi. Fólk talaði um að hingað kæmu ekki allir en ungir leikmenn eins og Jota og Ruben Neves eru mættir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mætti á æfingu hjá United á ólöglegum bíl nokkrum mínútum eftir að Amorim fór

Mætti á æfingu hjá United á ólöglegum bíl nokkrum mínútum eftir að Amorim fór
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool skellir verðmiða á Konate ef hann fer í sumar

Liverpool skellir verðmiða á Konate ef hann fer í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fullyrt að United sé komið í viðræður við Villa um Emi Martinez

Fullyrt að United sé komið í viðræður við Villa um Emi Martinez
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Klopp áttar sig ekki á því hvar Slot ætlar að spila Wirtz

Klopp áttar sig ekki á því hvar Slot ætlar að spila Wirtz
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telur sig hafa séð geimverur þegar hún var í einkaflugvél með manni sínum – Sjáðu myndina

Telur sig hafa séð geimverur þegar hún var í einkaflugvél með manni sínum – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Napoli vill ekki fá Nunez

Napoli vill ekki fá Nunez
433Sport
Í gær

Breiðablik valtaði yfir Albanina

Breiðablik valtaði yfir Albanina
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París
433Sport
Í gær

Chelsea aftur farið að skoða Garnacho

Chelsea aftur farið að skoða Garnacho