Cristiano Ronaldo leikmaður Al Nassr í Sádí Arabíu segir að evrópskur fótbolti sé á niðurleið og aðeins enska úrvalsdeildin sé áfram í góðu lagi.
Ronaldo yfirgaf England í upphafi árs og fór til Sádí Arabíu og eftir það hafa fjöldi leikmanna fylgt honum þangað.
„Deildin í Sádí Arabíu er betri en MLS deildin,“ segir Ronaldo þegar hann var spurður út í það en Lionel Messi er mættur í MLS deildina.
„Ég kem ekki aftur til Evrópu, þær dyr eru alveg lokaðar. Ég er 38 ára og evrópskur fótbolti hefur misst gæðin. Eina deildin sem er með gæði er enska úrvalsdeildin.“
„Spænska deildin er ekki mjög góð, deildin í Portúgal er góð en er ekki á meðal þeirra bestu. Þýska deildin hefur misst mikið, ég er öruggur á því að ég spila ekki í Evrópu. Ég vil spila í Sádí.“
Ronaldo segir að fleiri stjörnuleikmenn muni koma til Sádí Arabíu en Karim Benzema, N´Golo Kante og fleiri hafa mætt í sumar.
„Á einu ári munu fleiri stjörnur koma hingað. Á næsta ári mun deildin hérna verða betri en í Tyrklandi og Hollandi. Fólk talaði um að hingað kæmu ekki allir en ungir leikmenn eins og Jota og Ruben Neves eru mættir.“