Pierre Emerick Aubameyang framherji Chelsea er á leið til Marseille ef ekkert óvænt gerist en félögin eru nú að ræða saman.
Chelsea vill selja framherjann frá Gabon sem kom til félagsins frá Barcelona fyrir ári síðan.
Aubameyang kom til félagsins þegar Thomas Tuchel var stjóri félagsins en Graham Potter vildi svo ekkert nota hann.
Framherjinn hefur náð samkomulagi við Marseille um þriggja ára samning og allt stefnir í að hann fari.
Chelsea er að hreinsa út hjá sér en Aubameyang á að mæta á æfingasvæði Chelsea í dag en óvíst er hvort af því verði.
Olympique Marseille and Chelsea will discuss about Pierre Aubameyang this week. Talks scheduled in order to reach an agreement and let Pierre join OM. 🔵🇬🇦
Personal terms agreed on three year deal. pic.twitter.com/zhqE3d7oRa
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 18, 2023