Harry Kane fyrirliði Tottenham vill ekki sjá það að fara til PSG í sumar en frá þessu segja ensk blöð.
Ef Kane fer frá Englandi vill hann aðeins fara til FC Bayern en þýska stórveldið hefur lagt fram tvö tilboð í Kane.
Tottenham hefur hafnað þeim hingað til en talið er að Kane sé falur fyrir 100 milljónir punda.
Kane skoraði 30 mörk í 38 deildarleikjum á síðustu leiktíð en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham.
Kane er í æfingaferð með Ástralíu með Tottenham en ljóst er að kauði verður ekki með læti til að losna frá Tottenham.