Declan Rice, dýrasti leikmaður í sögu enska fótboltans er mættur til Bandaríkjanna þar sem Arsenal er í æfingaferð.
Liðið byrjar ferð sína Í Wasinghton og spilar nokkra æfingaleiki í ferðinni.
Það var í gær fyrir æfingu liðsins sem Rice sem kostaði Arsenal 18 milljarða settist á hjólið á æfingu.
Þar var líka íslenski landsliðsmarkvörðurinn, Rúnar Alex Rúnarsson sem er mættur til baka eftir vel heppnaða lánsdvöl í Tyrklandi.
Óvíst er hvað Rúnar gerir á þessu tímabili en svo gæti farið að hann verði áfram í herbúðum Arsenal en enska félagið keypti Rúnar fyrir þremur árum frá Frakklandi.
Hér að neðan má sjá Rice og Rúnar á hjólinu,