fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Ariana Grande skilin

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. júlí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska söngkonan Ariana Grande og fasteignasalinn Dalton Gomez eru skilin eftir tveggja ára hjónaband. Eftir trúlofun um jólin 2020 giftu þau sig 15. maí 2021 á heimili þeirra í Montecito í Kaliforníu í fámennri og náinni athöfn, en færri en 20 gestir voru viðstaddir.

Héldu þau sambandi sínu og hjónabandi að mestu utan sviðsljóssins og sagði Grande það gert af ásettu ráði og gert vil að vernda hana sjálfa og ástvini.

Í ágúst í fyrra birti hún förðunarkennslumyndband á TikTok, og voru aðdáendur hennar fljótir að taka eftir að hún var ekki með giftingarhringinn. Sló hún á allar sögusagnir um skilnað og sagði að hringurinn væri einfaldlega í hreinsun.

Það vakti hins vegar mikla athygli að Ariana mætti á Wimbledon-mótið um helgina í London án giftingarhringsins og eiginmannsins. Þar sat hún á milli leikaranna Andrew Garfield og Jonathan Bailey, en sá síðarnefndi er mótleikari Ariana í söngleikjamyndinni Wicked. 

Ariana og Jonathan Bailey um helgina
Ariana sat á milli Jonathan Bailey og ANdrew Garfield á Wimbledon-mótinu

Nú hefur heimildarmaður náinn hjónunum greint frá því að þau hafi verið skilin að borði og sæng frá því í janúar, og hafi það verið sameiginleg ákvörðun þeirra að skilja. Gomez mun þó hafa gert lokatilraun til að bjarga hjónabandinu með því að mæta á tökustað Wicked, sem gekk ekki eftir. 

Þrátt fyrir að vera skilin að borði og sæng birti Ariana færslu á Instagram til að fagna tveggja ára brúðkaupsafmæli þar sem hún birti númerið „2“ til að marka fjölda ára frá því þau giftu sig, ásamt hjarta og setningunni „3,5 saman“ – hið síðarnefnda vísun til árafjöldans frá því þau byrjuðu saman. „Ég elska hann svo.

Sama var uppi á teningnum á Valentínusardaginn þegar Gomez birti sjálfu af þeim sem Ariana endurbirti. „Að eilífu valentínusinn minn,“ sagði hann og merkti hana í færslunni.

Í þeirra tilviki er þó ljóst að að eilífu þýðir innan við fimm ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“