fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Málefni Gylfa á allra vörum nú þegar glugginn opnar á morgun – „Veit ekki hvort hann hafi verið á síðustu æfingum“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. júlí 2023 14:40

Það eru líkur á því að Gylfi spili á Íslandi. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Vals segir engar formlegar viðræður vera í gangi við Gylfa Þór Sigurðsson um að ganga í raðir félagsins.

Gylfi Þór hefur æft með Val að undanförnu en þessi magnaði knattspyrnumaður hefur ekki spilað fótbolta í rúm tvö ár. Mál hans í Bretlandi var fellt niður í maí þar sem engar líkur voru taldar á sakfellingu.

Gylfi hefur átt í viðræðum við DC United í Bandaríkjunum en samkvæmt heimildum 433.is er það orðið ólíklegt að hann semji við bandaríska félagið eins og staðan er í dag.

Félagaskiptaglugginn á Íslandi opnar á morgun en Sigurður segist ekki vita til þess að Gylfi sé að skrifa undir hjá Val á næstu dögum þó sú saga fljúgi ansi hátt þessa dagana.

„Ég veit ekki neitt, ég vissi bara að hann mætti á eina æfingu og svo á aðra æfingu og hefur verið eitthvað smá meiddur. Ég veit ekki meira, ég veit ekki hvort hann hafi verið á síðustu æfingum,“ segir Sigurður í samtali við 433.is.

Sigurður segir ekki neinar formlegar samningaviðræður vera í gangi.

„Ekki neitt svoleiðis, það er svo bara stjórnin sem fer með þessi mál,“ sagði Sigurður og benti á Edvard Börk Edvardsson formann stjórnar sem ekki svaraði símanum þegar blaðamaður hafði samband.

Gylfi Þór verður 34 ára gamall á þessu ári en hann hefur einnig verið orðaður við lið í Katar. Taki hann fram fótboltaskóna er þó staðan sú í dag að líklegast verður það á Íslandi.

Ljóst er að áhuginn á Bestu deildinni myndi rjúka upp með komu Gylfa sem er besti landsliðsmaður í sögu Íslands. Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hefur svo opnað dyrnar fyrir endurkomu Gylfa reimi hann á sig takkaskóna á nýjan leik og byrji að spila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Deildar meiningar innan landsliðsins um markið – „Vildi meina að hann hafi skorað“

Deildar meiningar innan landsliðsins um markið – „Vildi meina að hann hafi skorað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar fullir sjálfstrausts fyrir ógnarstórt próf í París – „Það gefur okkur mikið í framhaldinu“

Strákarnir okkar fullir sjálfstrausts fyrir ógnarstórt próf í París – „Það gefur okkur mikið í framhaldinu“
433Sport
Í gær

Allir æfðu í París

Allir æfðu í París