Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru á hraðri niðurleið þegar kemur að tölvuleiknum FIFA sem nú í dag heitir EA Sports FC.
Messi er mættur til Inter Miami en hann verður með 88 í einkunn. Er það lélegasta einkunn Messi í 15 ár.
Messi hefur verið yfir 90 um langt skeið en virðist á leið niður brekkuna í leiknum góða.
Ronaldo fór niður í 88 í einkunn í uppfærslu sem kom út í upphafi árs og í nýjum leik er hann með 83 í einkunn.
Ronaldo skellti sér til Sádí Arabíu í upphafi árs og hefur einkunn hans lækkað eftir það.
Leikurinn kemur út í lok september en mikil eftirvænting er fyrir leiknum.