FCK hefur samþykkt 15 milljóna evra tilboð franska liðsins Lille í Hákon Arnar Haraldsson.
Um er að ræða 2,2 milljarða íslenskra króna og er Hákon því einn dýrasti Íslendingur sögunnar. BT í Danmörku segir frá og fer Hákon í læknisskoðun í Frakklandi í dag.
Skagamenn vonast eftir því að salan fari í gegn því félagið setti klásúlu í samningi Hákon þegar FCK keypti hann frá félaginu.
Talið er að Skaginn fá verulega háa upphæð og hefur verið talað um í kringum 300 milljónir króna sem knattspyrnudeild ÍA gæti fengið.
Hákon er tvítugur sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur spilað ellefu leiki fyrir A-landslið karla.