Markmaðurinn Andre Onana er að ganga í raðir Manchester United en frá þessu greinir Fabrizio Romano.
Eins og flestir vita er Romano með afskaplega góða heimildarmenn og staðfestir að Onana sé á leið til félagsins.
Onana verður aðalmarkvörður Man Utd á næstu leiktíð og tekur yfir því verkefni af David de Gea.
Man Utd er talið borga í kringum 55 milljónir punda fyrir Onana sem er samningsbundinn Inter Milan.
Hann er þriðji dýrasti markvörður sögunnar á eftir bæði Kepa Arrizabalaga sem kom til Chelsea frá Athletic Bilbao og Alisson sem kom til Liverpool frá Roma.