Það eru margir sem kannast við stórstjörnuna Giannis Antetokounmpo sem leikur með Milwaukee Bucks í NBA deildinni.
Um er að ræða körfuboltastjörnu sem fylgist þó vel með fótbolta og það sem er í gangi þessa dagana.
Giannis birti myndband af sér á Instagram þar sem hann hélt bolta á lofti og biðlar til Sádí Arabíu um að eitthvað lið sæki sig.
Auðvitað er um gott grín að ræða en félög í Sádí Arabíu hafa verið að fá til sín stjörnur undanfarnar vikur.
Giannis telur upp í 500 og vill þar meina að hann hafi haldið boltanum á lofti 500 sinnum en hvort það sé satt er óvitað.
Myndbandið skemmtilega má sjá hér.
View this post on Instagram