Lið KFA er enn taplaust í 2. deild karla eftir leik við Þrótt Vogum í 12. umferð sumarsins í dag.
KFA er eina taplausa lið deildarinnar og er með 22 stig eftir 1-1 jafntefli í dag, fjórum stigum frá toppnum.
Esteban Selpa sá um að tryggja stig fyrir KFA í leik dagsins en liðið hefur gert sjö jafntefli og unnið fimm í fyrstu 12 umferðunum.
Víkingur Ólafsvík er á toppnum með fína forystu en liðið vann Hött/Huginn örugglega 3-0 á heimavelli.
Dalvík Reynir er í öðru sæti deildarinnar með jafn mörg stig og KFA en liðið vann góðan sigur á KFG, 2-1 á útivelli.
Hér má sjá úrslit dagsins.
KFA 1 – 1 Þróttur V.
0-1 Kári Sigfússon
1-1 Esteban Selpa
Völsungur 2 – 0 ÍR
1-0 Sigurður Hrannar Þorsteinsson
2-0 Sigurður Hrannar Þorsteinsson
Víkingur Ó. 3 – 0 Höttur/Huginn
1-0 Björn Axel Guðjónsson
2-0 Ingvar Freyr Þorsteinsson
3-0 Mikael Hrafn Helgason(víti)
KFG 1 – 2 Dalvík/Reynir
0-1 Þorvaldur Daði Jónsson
0-2 Sigfús Fannar Gunnarsson
1-2 Dagur Orri Garðarsson
Sindri 3 – 1 KF
1-0 Kjartan Jóhann R. Einarsson
2-0 Óliver Berg Sigurðsson
2-1 Akil De Freitas
3-1 Hilmar Þór Kárason