West Ham er tilbúið að eyða peningunum sem félagið fékk fyrir Declan Rice að hluta til í varnarmanninn Harry Maguire.
West Ham telur sig geta keppt við önnur félög um Maguire eftir söluna á Rice sem gekk í raðir Arsenal.
Rice er 24 ára gamall og var fyrirliði West Ham en Arsenal borgaði 105 milljónir punda fyrir hans þjónustu.
Maguire er til sölu í sumar en hann er á mála hjá Manchester United og mun ekki fá mikið að spila á næstu leiktíð.
Talið er að United vilji fá 30 milljónir punda fyrir hinn þrítug Maguire sem kostaði 85 milljónir árið 2019.