Miðjumaðurinn Fabinho virðist vera á leiðinni til Sádí Arabíu en hann mun ekki ferðast með Liverpool til Þýskalands.
Liverpool er að hefja æfingabúðir í Þýskalandi og undirbýr sig fyrir keppni í ensku úrvalsdeildinni sem hefst í næsta mánuði.
Fabinho hefur sterklega verið orðaður við brottför í sumar en Al-Ittihad í Sádí Arabíu ku vera tilbúið að bjóða 40 milljónir punda í miðjumanninn.
Það er eitthvað sem Liverpool virðist sætta sig við en Fabinho er ekki skráður í æfingahóp liðsins og ferðast ekki með.
Liverpool horfir til Southampton í leit að eftirmanni Fabinho en það er hinn efnilegi Romeo Lavia sem er 19 ára gamall.