Stuðningsmenn Arsenal eru margir hverjir brjálaðir eftir mynd af nýrri varatreyju liðsins var víst lekið á netið.
Um er að ræða afskaplega litríka treyju sem er græn með svörtum röndum – eitthvað sem hefur ekki sést áður hjá félaginu.
Stuðningsmenn enska félagsins hafa látið í sér heyra á samskiptamiðlum og eru flestir sammála að um afskaplega ljóta treyju sé að ræða.
,,Þetta er líklega, ekki líklega heldur ég staðfesti hér með að þetta sé ljótasta treyjan í Evrópu,“ skrifar einn. Annar bætir við: ,,Við fáum góð 100 pund fyrir þessa treyju samanlagt.“
Það á eftir að staðfesta hvort þetta verði varatreyja liðsins fyrir komandi leiktíð en myndirnar umtöluðu má sjá hér.