fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Harðlega gagnrýndir fyrir að rukka pening fyrir þetta – Grannarnir sagðir til fyrirmyndar

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. júlí 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur fengið gríðarlega gagnrýni fyrir að rukka aðdáendur sína um pening til að taka mynd af sér með deildabikarnum sem vannst á síðustu leiktíð.

Stuðningsmenn Man Utd þurfa að borga 36 pund til að fá aðgang inn á Old Trafford og svo önnur 35 pund til að fá fjórar sjálfsmyndir með bikarnum.

Grannarnir í Manchester City eru taldir vera til fyrirmyndar á móti en aðdáendur liðsins geta fengið mynd af sér með ‘þrennunni’ án gjalds.

Man City vann ensku úrvalsdeildina, Meistaradeildina og enska bikarinn og eru bikararnir allir komnir í safn liðsins á Etihad vellinum.

Það er töluvert meira vesen fyrir stuðningsmenn Man Utd að fá mynd af sér með þeim eina bikar sem liðið vann á síðustu leiktíð.

Man Utd neitaði að tjá sig mikið um málið en bendir á að atvinnumenn sjái um að taka myndirnar af aðdáendum með bikarinn – annað en hjá grönnunum í City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar