Gervinho, fyrrum leikmaður Arsenal, gæti verið að taka gríðarlega óvænt skref á sínum ferli.
Gevinho er 36 ára gamall í dag en hann lék með Arsenal frá 2011 til 2013 og hélt svo til Roma.
Gervinho hefur spilað með fjölda liðum á sínum ferli en er nú að kveðja lið Aris í Grikklandi eftir misheppnaða dvöl.
Gervinho skoraði aðeins eitt mark í 11 leikjum á þessu ári fyrir Aris og ætlar félagið að losa sig við hann.
Calciomercato greinir frá því að Trapani í ítölsku D deildinni eða fjórðu efstu deild vilji nú fá Gervinho í sínar raðir.
Gervinho hefur leikið með tveimur liðum á Ítalíu eða Roma og Parma sem voru þá bæði í efstu deild.