Það er algjört bull að leikmenn Manchester United fái að ráða því hver fær fyrirliðabandið á næstu leiktíð.
Greint var frá því fyrr í mánuðinum að það væri undir leikmönnum Man Utd komið að kjósa um næsta fyrirliða.
Harry Maguire verður ekki fyrirliði Man Utd næsta vetur en útlit er fyrir að hann sé á förum í sumar.
Talið er að Bruno Fernandes fái bandið fyrir næsta tímabil en leikmenn eins og Raphael Varane koma líka til greina.
Það verður þó aðeins undir Ten Hag komið að velja nýja fyrirliðann en ekki leikmönnum liðsins.
,,Nei ég leyfi búningsklefanum ekki að ráða þessu. Þetta er undir mér komið,“ sagði Ten Hag um stöðuna.