Alexis MacAllister er kominn með nýtt viðurnefndi hjá Liverpool en hann gekk í raðir félagsins í sumar.
Það var Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sem fann upp á þessu nafni sem er afskaplega einfalt eða ‘Gary.’
MacAllister mun klæðast treyju númer tíu hjá Liverpool næsta vetur en hann lék með Brighton á síðustu leiktíð.
Liverpool var með annan ‘McAllister’ í sínum röðum frá 2000 til 2002 sem spilaði á miðjunni og var fornafn hans ‘Gary.’
,,Ég byrjaði að hugsa um viðurnefni um leið og ég taldi að það væri frábært nafn fyrir Alexis… Gary!“ sagði Klopp.
,,Hann spilar mjög skemmtilegan fótbolta og það sama má segja um Doninik Szoboslai.“