Steven Gerrard, goðsögn Liverpool, er óvænt orðinn fjórði launahæsti knattspyrnustjóri heims.
Gerrard náði fínasta árangri með Rangers í Skotlandi en hann tók svo við Aston Villa á Englandi þar sem lítið gekk upp.
Á dögunum var Gerrard ráðinn stjóri Al Ettifaq í Sádí Arabíu og fær 15,2 milljónir punda í árslaun.
Gerrard er þó töluvert á eftir toppsætinu en þar situr Diego Simeone sem fær 30 milljónir punda í árslaun fyrir sín störf hjá Atletico Madrid.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er í öðru sætinu og þá er Jurgen Klopp hjá Liverpool í því þriðja.