Það eru ekki allir sem hefði náð að gera það sama og Jermaine Pennant, fyrrum leikmaður Liverpool, afrekaði á sínum ferli.
Pennant er fertugur í dag en hann átti ágætis feril sem fótboltamaður og spilaði fyrir lið eins og Arsenal og Liverpool.
Æska Pennant var þó gríðarlega erfið en hann lagði skóna á hilluna árið 2013 eftir dvöl í neðri deildum Englands.
Pennant var sjálfur þekktur vandræðagemsi á sínum yngri árum en hann þurfti að glíma við afskaplega erfiða æsku og opnar sig um það sjálfur.
,,Móðir mín yfirgaf mig þegar ég var aðeins þriggja ára gamall og ég var hjá föður mínum um helgar. Hann fékk að lokum ráð yfir mér en móðir mín lét aldrei sjá sig,“ sagði Pennant.
,,Faðir minn ól mig upp eins vel og hann gat en þegar ég varð sex eða sjö ára gamall sýndi hann mér lítinn áhuga.“
,,Eftir það þá byrjaði hann að nota mikið af eiturlyfjum og það var mikið af fólki sem kom og fór úr íbúðinni. Ég myndi segja að hann hafi verið fíkill. Ég átti enga móður, engan faðir og var umkringdur eityrlyfjum, skotvopnum og glæpum.“