Erling Haaland, stjarna Manchester City, vakti verulega athygli fyrir helgi er hann mætti í höfuðstöðvar EA Sports.
Þar fékk Haaland að prófa nýja tölvuleik fyrirrtækisins „EA FC 24“ en þessir leikir báru áður nafnið FIFA sem flestir kannast við.
Nýjasta útgáfan verður gefin út í september og mun heita öðru nafni.
Norðmaðurinn mætti í náttfötum á þessa opnunarhátíð en margar stjörnur létu sjá sig og má nefna rapparann Stormzy.
Haaland verður einn af þeim sem verða framan á hulstri leiksins en nefna má aðra leikmenn eins og Enzo Fernandez, Marcus Rashfrod og Vinicius Jr.
Myndir af Haaland í þessum ágætu náttförum má sjá hér.