fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Segir þá hafa komið fram við sig eins og rusl – ,,Hlægilegt að ég hafi verið kallaður þetta“

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. júlí 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna margir eftir miðjumanninum Nick Powell sem er 29 ára gamall í dag og leikur með Stockport County í neðri deildum Englands.

Powell var gríðarlegt efni á sínum tíma og frá 2012 til 2016 fékk hann þrjá deildarleiki með Manchester United og skoraði eitt mark.

Árið 2016 var Powell látinn fara frá Man Utd og átti svo ágætis dvöl hjá bæði Wigan Athletic og Stoke City.

Hann segir að Man Utd hafi ekki komið vel fram við sig á þessum tíma en viðurkennir að fótboltinn geti verið afskaplega harður fyrir yngri leikmenn.

,,Ég trúði því að ég væri besti 17 eða 18 ára leikmaður landsins á þessum tíma. Ef ég horfi til baka og skoða hvað strákar á sama aldri hafa afrekað þá er hlægilegt að ég hafi verið kallaður undrabarn svo lengi,“ sagði Powell.

,,Það er tilgangslaust að nota það orð í dag. Ég man eftir þegar ég fór, umboðsmaðurinn sagði mér að ég væri undir aldri fyrir Bosman regluna (að hann gæti farið frítt) svo að þeir myndu pottþétt bjóða mér eitt ár til viðbótar á sömu launum.“

,,Eftir aðeins nokkrar vikur þá fékk ég póst þar sem mér var tjáð að ég væri laus allra mála. Ég var svo langt í goggunarröðinni, það var eins og ég væri rusl sem væri verið að henda. Það var ekki skemmtileg tilfinning en svona getur fótboltinn verið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bruno með mikla yfirburði – Skapar meira en nokkur annar fyrir samherja sína

Bruno með mikla yfirburði – Skapar meira en nokkur annar fyrir samherja sína
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Upphitun fyrir stórleikinn með Stefáni Árna – Wall street, leigubílar og fáránlegt umstang

Upphitun fyrir stórleikinn með Stefáni Árna – Wall street, leigubílar og fáránlegt umstang
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lýsir erfiðum tuttugu dögum á vökudeildinni – „Því miður misstum við hana, litlu lungun hennar gáfust upp“

Lýsir erfiðum tuttugu dögum á vökudeildinni – „Því miður misstum við hana, litlu lungun hennar gáfust upp“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn“

„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Markmiðið að þagga niður í 50 þúsund Frökkum – „Verðum ekki bara niðri, þá taparðu“

Markmiðið að þagga niður í 50 þúsund Frökkum – „Verðum ekki bara niðri, þá taparðu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool útilokar að kaupa Guehi í janúar – Telja að sögurnar séu gabb

Liverpool útilokar að kaupa Guehi í janúar – Telja að sögurnar séu gabb
433Sport
Í gær

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans
433Sport
Í gær

Sverrir ræðir fjarveru sína á leiktíðinni – „Það er bara undir mér komið“

Sverrir ræðir fjarveru sína á leiktíðinni – „Það er bara undir mér komið“