fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Karólína ræddi skiptin til Leverkusen – „Ég þarf að spila meira og fá traust“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. júlí 2023 21:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var ekki nógu gott. Það var leiðinlegt að fá svona marga á völlinn og ná ekki sigri. Það er margt sem við mættum bæta. Við áttum góð færi en náðum ekki að nýta þau. Ég er frekar svekkt,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir landsliðskona við 433.is eftir tap Íslands gegn Finnlandi í kvöld.

Liðin mættust í vináttulandsleik í Laugardal og vann finnska liðið 1-2 sigur.

„Við erum vanar að ná að nýta þessi færi og fá ekki svona auðveld mörk á okkur. Þetta var ólíkt okkur en þetta eru æfingaleikir og það má misstíga sig í þeim.

Við vorum aðeins of seinar í öll návígi og þær skora mark upp úr því að við náum ekki að klukka. Við eigum að verjast þessu betur.“

Það voru meira en sex þúsund manns á leiknum og mikil stemning. Fjöldi fótboltastelpna var mættur frá Símamótinu sem fer fram um helgina.

„Það var ekkert smá gaman að fá svona marga á völlinn og þær voru öskrandi allan tímann. Maður er þakklátur fyrir það. Það er grátlegt að ná ekki að vinna þetta fyrir þær.“

Karólína gekk á dögunum í raðir Bayer Leverkusen á láni frá Bayern Munchen.

„Þetta er gott skref fyrir mig. Ég þarf að spila meira, koma mér í leikform og fá smá traust til að bæta mig sem leikmann. Ég held og vona að þetta sé rétt skref,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í kvöld.

Viðtalið í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Ferguson fer til Roma
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: KR í fallsæti eftir sigur KA

Besta deildin: KR í fallsæti eftir sigur KA
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Courtois framlengir við Real Madrid

Courtois framlengir við Real Madrid
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barcelona byrjað að ræða við Rashford

Barcelona byrjað að ræða við Rashford
433Sport
Í gær

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal
433Sport
Í gær

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm
433Sport
Í gær

United tvöfaldar verðmiða Antony

United tvöfaldar verðmiða Antony
433Sport
Í gær

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa opnað samtalið við Real Madrid

Liverpool sagt hafa opnað samtalið við Real Madrid