fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Þorsteinn eftir leik: „Það er fáránleikinn við að vera þjálfari“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. júlí 2023 20:53

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var þokkalega brattur þrátt fyrir tap Íslands gegn Finnum í vináttulandsleik í kvöld.

Leiknum lauk með 1-2 sigri Finna.

„Þetta var ekkert okkar besti leikur. Við sköpuðum okkur töluvert af færum í fyrri hálfleik sem við hefðum viljað nýta. Finnar héldu boltanum betur í fyrri hálfleik en við sköpuðum okkur örugglega fleiri færi en þær. Það er partur af fótbolta,“ sagði Þorsteinn við 433.is eftir leik.

Íslenska liðið byrjaði í 3-5-2 kerfi í kvöld. Hvernig fannst honum það ganga?

„Ekkert allt of vel. Við breyttum náttúrulega og það er ástæða fyrir því.“

Þorsteinn var spurður út í miðsvæði íslenska liðsins sem virtist eiga í vandræðum með finnska liðið á köflum.

„Maður sér leikinn stundum ekkert allt of vel þarna á hliðarlínunni. Það er fáránleikinn við að vera þjálfari. Mér fannst við vera í smá basli með þær. Við vorum að hleypa þeim í gegnum miðsvæðið og vorum ekki að ná að færa þær út til hliðanna svo við gætum yfirmannað svæðið og lokað á þær þar.“

Það má ætla að Þorsteinn breyti um kerfi fyrir leikinn gegn Austurríki eftir fjóra daga.

„Ég held að ég sé búinn að spila 25 leiki í 4-3-3 og tvo leiki í 3-5-2 þannig þú mátt bara giska.“

Viðtalið í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Í gær

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar