fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Sjáðu óþægilegt myndband: Hafði aðeins eitt orð að segja eftir að vera hreinsaður af ásökunum um fjölda kynferðisbrota – Blaðamaðurinn reyndi og reyndi en ekkert gekk

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. júlí 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy var í dag sýknaður af ásökunum um nauðgun og tilraun til nauðgunar.

Mendy, sem er án félags eftir að samningur hans við Manchester City rann út á dögunum, var alls ákærður fyrir sjö nauðganir, eitt kynferðisbrot og tilraun til nauðgunar.

Var hann sýknaður af sjö ákærum í janúar en kviðdómur komst ekki að niðurstöðu um tvær þeirra, eina nauðgun og tilraun til nauðgunar.

Það var tekið fyrir á ný og hefur Mendy nú verið sýknaður af þessum ásökunum einnig. Þetta kom í ljós í réttasal í dag.

Mendy hefur því verið hreinsaður af öllum ásökunum.

Þegar Mendy hitti blaðamenn og ljósmyndara eftir réttarhöld dagsins hafði hann lítið að segja. Hann sagði þó eitt: „Alhamdulillah,“ sem er arabískt orð og mætti þýða sem: „Lof sé guði“ á íslensku.

Blaðamenn gáfust þó ekki upp að reyna að ræða við hann og sérstaklega ekki Gary Cotterill á Sky Sports.

Myndband af þessu er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með