Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy var í dag sýknaður af ásökunum um nauðgun og tilraun til nauðgunar.
Mendy, sem er án félags eftir að samningur hans við Manchester City rann út á dögunum, var alls ákærður fyrir sjö nauðganir, eitt kynferðisbrot og tilraun til nauðgunar.
Var hann sýknaður af sjö ákærum í janúar en kviðdómur komst ekki að niðurstöðu um tvær þeirra, eina nauðgun og tilraun til nauðgunar.
Það var tekið fyrir á ný og hefur Mendy nú verið sýknaður af þessum ásökunum einnig. Þetta kom í ljós í réttasal í dag.
Mendy hefur því verið hreinsaður af öllum ásökunum.
Þegar Mendy hitti blaðamenn og ljósmyndara eftir réttarhöld dagsins hafði hann lítið að segja. Hann sagði þó eitt: „Alhamdulillah,“ sem er arabískt orð og mætti þýða sem: „Lof sé guði“ á íslensku.
Blaðamenn gáfust þó ekki upp að reyna að ræða við hann og sérstaklega ekki Gary Cotterill á Sky Sports.
Myndband af þessu er hér að neðan.
Benjamin Mendy responds to not guilty verdict 🎙 pic.twitter.com/juh9QrpLPT
— Football Daily (@footballdaily) July 14, 2023