Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy hefur verið sýknaður af ásökunum um nauðgun og tilraun til nauðgunar.
Mendy, sem er án félags eftir að samningur hans við Manchester City rann út á dögunum, var alls ákærður fyrir sjö nauðganir, eitt kynferðisbrot og tilraun til nauðgunar.
Var hann sýknaður af sjö ákærum í janúar en kviðdómur komst ekki að niðurstöðu um tvær þeirra, eina nauðgun og tilraun til nauðgunar.
Það var tekið fyrir á ný og hefur Mendy nú verið sýknaður af þessum ásökunum einnig. Þetta kom í ljós í réttasal í dag.
Mendy hefur því verið hreinsaður af öllum ásökunum.
Það er óvíst hvert framhaldið verður á knattspyrnuferli hans en hann er nú án félags.