Mason Greenwood og Hariet Robson hafa greint frá því að þeirra fyrsta barn sé komið í heiminn. Barnið kom í heiminn fyrir þremur dögum.
Eitt og hálft er frá því að Robson birti myndir og hljóðbrot á Instagram þar sem hún sakaði Greenwood um gróft ofbeldi.
Í kjölfarið var Greenwood handtekinn og kærður fyrir nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.
Málið var fellt niður fyrr á þessu ári þegar lykilvitni breyttu framburði sínum og ný gögn komu fram í málinu.
Greenwood er leikmaður Manchester United en hann hefur ekki fengið að æfa eða spila með liðinu frá því að Robson birti myndirnar af meintu ofbeldi.
Er þetta fyrsta færslan frá báðum á samfélagsmiðlum frá því að Greenwood var handtekinn en þau birta myndina saman á Instagram.
Parið hefur nú eignast sitt fyrsta barn og ætla þau að gifta sig á næstu vikum.