Lionel Messi er mættur til Miami þar sem hann og fjölskylda hans ætla að búa í rúm tvö ár. Fjölskyldan hefur lengi viljað búa þarna og keypti sér íbúð fyrir nokkrum árum.
Messi og fjölskylda hafa verið í sumarfríi og birtu myndasyrpu úr því þar sem löppin á Messi vekur mesta athygli.
Það er þá helst hnéð á Messi sem virkar í miklu rugli og netverjar trúa vart sínum eigin augum.
Gríðarlegar bólgur virðast vera fyrir ofan bæði hné en ansi margir eru að pæla í þessu.
Messi verður kynntur sem leikmaður Inter Miami um helgina þar sem búist er við miklu fjöri.