HK 1 – 1 KR
0-1 Kristján Flóki Finnbogason (´67)
1-1 Atli Arnarson (´84)
Það var glæsimark Atla Arnarsonar sem tryggði HK stig á heimavelli gegn KR í Bestu deildinni í kvöld.
Leikurinn í Kórnum var fremur jafn en á 67 mínútu leiksins kom Kristján Flóki Finnbogason gestunum yfir. Skömmu síðar var hann tekinn af velli.
Það var svo þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma sem Atli Arnarson jafnaði fyrir heimanenn. Boltinn barst til Atla fyrir utan teig sem tók hann í fyrsta og hamraði í netið.
Lokastaðan í Kórnum var því 1-1. KR er í fimmta sæti deildarinnar með 19 stig en HK er sæti neðar með 17 stig.