fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Er Liverpool að búa til pláss fyrir Kylian Mbappe á launaskrá sinni ?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 20:30

Kylian Mbappe / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Al Ittihad er að undirbúa tilboð í Fabinho, miðjumann Liverpool. Liverpool er einnig að selja Jordan Henderson til Sádí Arabíu og miðsvæðið hjá Liverpool því að taka miklum breytingum.

Liverpool hefur losað sig við fleiri leikmenn í sumar en má þar nefna Roberto Firmino, James Milner og Naby Keita.

Liverpool hefur því lækkað launakostnað sinn um 900 þúsund pund á viku frá síðustu leiktíð. Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai þéna samtals um 300 þúsund pund á viku.

Liverpool er því búið að lækka launakostnað um samtals 600 þúsund pund ef bæði Henderson og Fabinho yfirgefa félagið.

Mbappe myndi vilja þéna meira en 600 þúsund pund á viku en hann er með hærri laun hjá PSG.

Enskir miðlar velta því fyrir sér hvort Liverpool sé að búa til pláss fyrir Kylian Mbappe á launaskrá sinni. PSG er að reyna að selja Mbappe sem ætlar sér frítt frá PSG eftir ár.

Mbappe hefur ítrekað verið orðaður við Liverpool en sú staðreynd að liðið sé ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð gæti haft áhrif á hug Mbappe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona gæti byrjunarlið Liverpool litið út með komu Isak

Svona gæti byrjunarlið Liverpool litið út með komu Isak
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Postecoglou tekur við Forest af Nuno

Postecoglou tekur við Forest af Nuno
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?