fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Leiknir bjargaði andliti í lokin og Afturelding jók forskot sitt

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 21:24

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar lengst til hægri. Mynd: Raggi Óla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld.

Grindavík bjargaði stigi gegn Þór eftir að hafa lent undir með marki Marc Rochester Sörensen. Marko Vardic jafnaði fyrir heimamenn í lokin og lokatölur 1-1.

Grindavík er í fjórða sæti deildarinnar með 15 stig en Þór er sæti neðar með stigi minna.

Grindavík 1-1 Þór
0-1 Marc Rochester Sörensen
1-1 Marko Vardic

Leiknir R. bjargaði andlitinu gegn Ægi á lokamínútunum. Leikið var í Breiðholti.

Leiknismönnum hefur gengið skelfilega og stefndi allt í 1-2 tap liðsins þegar það sneri dæminu við í lokin.

Leiknir fer upp í níunda sæti með 11 stig en Ægir er á botninum með 4.

Leiknir R. 3-2 Ægir
1-0 Sindri Björnsson
1-1 Dimitrije Cokic
1-2 Ivo Braz
2-2 Omar Sowe
3-2 Baldvin Þór Berndsen (Sjálfsmark)

Afturelding þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn Þróttir R. á heimavelli. Eina mark leiksins gerði Aron Elí Sævarsson eftir tæpan klukkutíma.

Afturelding er á toppnum með 29 stig, 7 stiga forskot á Fjölni, en Þróttur er í sjöunda sæti.

Afturelding 1-0 Þróttur R.
1-0 Aron Elí Sævarsson

Fjölnir heimsótti einmitt Njarðvík og gerði jafntefli.

Bjarni Gunnarsson var allt í öllu í lok fyrri hálfleiks. Hann tók víti fyrir Fjölni, klikkaði en fylgdi eftir og skoraði. Stuttu síðar fékk hann umdeilt beint rautt spjald.

Hreggviður Hermannsson jafnaði fyrir Njarðvík í seinni hálfleik en fékk sjálfur rautt spjald einnig.

Njarðvík 1-1 Fjölnir
0-1 Bjarni Gunnarsson
1-1 Hreggviður Hermannsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Andri Lucas og Daníel Tristan ekki einu bræðurnir á vellinum í kvöld

Andri Lucas og Daníel Tristan ekki einu bræðurnir á vellinum í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kostulegt atvik í beinni útsendingu – Virkaði áttavilltur og gekk óvænt út

Kostulegt atvik í beinni útsendingu – Virkaði áttavilltur og gekk óvænt út
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arnar útskýrir áhrifin sem fjarvera Alberts hefur

Arnar útskýrir áhrifin sem fjarvera Alberts hefur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þurfa að vera óhræddir og þá getur allt gerst

Þurfa að vera óhræddir og þá getur allt gerst
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Veltir fyrir sér ummælum Arnars – Þýða þau að óvænt tíðindi séu í kortunum?

Veltir fyrir sér ummælum Arnars – Þýða þau að óvænt tíðindi séu í kortunum?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta segja veðbankar um möguleika Íslands í kvöld

Þetta segja veðbankar um möguleika Íslands í kvöld