„Þetta leggst ótrúlega vel í mig og ég býst við hörkuleik,“ segir Alexandra Jóhannsdóttir landsliðskona við 433.is í aðdraganda vináttulandsleiks gegn Finnum á föstudag.
Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli.
Alexandra, sem er á mála hjá ítalska stórliðinu Fiorentina, segir íslenska liðið aðallega horfa á þennan leik sem undirbúning fyrir Þjóðadeildina í haust.
„Við ætlum að halda áfram að byggja á það sem við höfum verið að æfa frekar en að horfa í einhver úrslit.“
Alexandra vonast til að þjóðin fjölmenni á völlinn.
„Það er ekki oft sem það er svona veður á Laugardalsvelli svo ég vona að það komi fullt af fólki á völlinn.“
Viðtalið í heild er í spilaranum.