fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fókus

Ásdís Birna var heimilislaus – „Ég er ein af þessum skilnaðarbörnum, ólst upp á tveimur heimilum, var greind með ADHD og mótþróaþrjóskuröskun þegar ég var átta ára‟

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 9. júlí 2023 20:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Birna er 26 ára móðir, kærasta, háskólanemi og vinnur bæði á leikskóla og i málefnum heimilislausra í Reykjavík. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Ásdís þekkir það á eigin skinni að vera heimilislaus en fyrir sjö árum var hún sjálf á þeim stað auk þess sem hún glímdi við þungan vímuefnavanda.

„Ég er ein af þessum skilnaðarbörnum, ólst upp á tveimur heimilum, var greind með ADHD og mótþróaþrjóskuröskun þegar ég var átta ára svo ég var fyrirferðamikil sem barn“, segir hún og bætir við að hvatvísin hafi oft bitið hana í rassinn í gegnum tíðina.

Fangelsisdómurinn áfall

Þegar Ásdís var nýfermd fékk pabbi hennar átta ára fangelsisdóm sem var mikið áfall fyrir alla. 

Hún segir: „Ég heyrði það í fréttum að dómurinn væri fallinn og það greip mig ekkert. Mamma var auðvitað líka í sjokki og þetta var í öllum fjölmiðlum. Það er ekkert sem heldur utan um börn fanga en það er eitthvað sem ég verð ennþá reið yfir í dag.‟

Börn fanga á Íslandi fá enga aðstoð. Nýlega gaf umboðsmaður barna út skýrslu þess efnis að við stöndum mun aftar en hin Norðurlöndin þegar kemur að málefnum barna fanga, að öllu leyti. Ásdís talar um hvað það er sem vantar upp á hér á landi þegar kemur að börnum fólks sem fer í fangelsi. Það eru ekki einu sinni skráð hvort fangi eigi barn eða börn yfir höfuð og hefur aldrei verið gert.

Saklaus en samsekur

„Allt í einu var maður samsekur í einhverju sem maður hafði í raun ekkert að gera með‟ Börnunum er refsað fyrir það sem foreldrar þeirra gera og fá oft að finna fyrir því félagslega.

Eftir að Ásdís fór að fikta með vímuefni þróaðist neyslan hratt og var hún komin á götuna um hálfu ári síðar. Aðeins 18 ára fór hún í fyrsta skipti á Vog.

„Á Vogi kynntist ég fólki sem var komið miklu lengra í neyslu heldur en ég og fór auðvitað að hanga með þeim eftir að ég kom út. Ég held það sé ekkert gott fyrir krakka sem eru nýbyrjaðir í neyslu að fara á svona stað og kynnast fólki sem er komið miklu lengra.‟. 

Neyslan jókst og breyttist. Ásdís þurfti að nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar og hefur þess vegna ákveðið að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu og styrkja það góða starf. 

Það má hlusta á viðtalið við Ásdísi í heild sinni á hlaðvarpinu Sterk saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fríða datt í lukkupottinn í Góða hirðinum –  „Þetta er fundur ársins“

Fríða datt í lukkupottinn í Góða hirðinum –  „Þetta er fundur ársins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunverulegri fjarfundir með gervigreind og þrívídd

Raunverulegri fjarfundir með gervigreind og þrívídd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fann smokkapakka í tösku eiginkonunnar: „Þá vissi ég að eitthvað væri í gangi“

Fann smokkapakka í tösku eiginkonunnar: „Þá vissi ég að eitthvað væri í gangi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár

Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bergur Þór er nýr leikhússtjóri LA

Bergur Þór er nýr leikhússtjóri LA
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona leit hún út fyrir breytingarnar

Svona leit hún út fyrir breytingarnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Flutti í sumarbústað við Meðalfellsvatn eftir stórleik í þýskum þáttum

Flutti í sumarbústað við Meðalfellsvatn eftir stórleik í þýskum þáttum