fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Opinberar nöfn frægra manna sem skoða djarfar myndir af henni – Stórstjarna blokkaði hana á samfélagsmiðlum

433
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 14:00

Suzy Cortez. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan og sjónvarpsstjarnan Suzy Cortez er gjörsamlega heltekin af knattspyrnustjörnunni Lionel Messi. Hún hefur ekki beint fengið mikla athygli til baka frá Messi en nýir liðsfélagar kappans virðast uppteknir af henni.

Cortez hefur lengi verið heltekin af Messi og er til að mynda með húðflúr af honum á bakinu og fyrir ofan sitt allra heilagasta.

Aðdáun Cortez á Messi hefur þó stundum gengið of langt og hefur kappinn þurft að blokka hana á samfélagsmiðlum eftir að hún sendi honum fjölda nektarmynda.

Messi gekk á dögunum í raðir Inter Miami á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain.

Cortez sýndi á dögunum að 13 núverandi leikmenn Inter Miami fylgjast með reikningi hennar. Mátti sjá nöfn Harvey Neville, Sergey Kryvtsov, Ian Fray, Robbie Robinson, Corentin Jean, Nicolas Stefanelli, Josef Martinez, Felipe Valencia, Rodolfo Pizarro, Gregore, Edizon Azcona.

Mátti sjá að einhverjir þeirra höfðu skoðað djarfa mynd af henni.

Þá hafa fyrrum leikmenn einnig skoðað reikning Cortez.

Það er spurning hvort Cortez takist loks að komast nær Messi í gegnum nýja liðsfélaga hans sem virðast vera aðdáendur hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll