fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Heimsfrægir vinnufélagar tókust á um nýtt starf Gerrard og stór orð voru látin falla – „Hálfviti“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 09:30

Steven Gerrard / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnufélagarnir á Talksport, Simon Jordan og Gabriel Agbonlahor, tókust harkalega á um nýtt starf Steven Gerrard í gær.

Gerrard hefur verið ráðinn nýr stjóri Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu. Liverpool-goðsögnin hefur einnig stýrt Rangers og Aston Villa á stjóraferli sínum en var rekin frá síðarnefnda félaginu á síðustu leiktíð.

„Ef þú vilt verða góður knattspyrnustjóri og telur þig geta það ferðu ekki til Dúbaí eða hvert sem hann er að fara,“ sagði Jordan á Talksport.

„Þessi ákvörðun er ekki tekin út frá knattspyrnusjónarmiðum. Hann mun ekki bæta sig sem þjálfari og mun ekki bæta orðspor sitt í starfinu.“

Agbonlahor svaraði vinnufélaga sínum á Twitter.

„Þú tækir ferju til Sádí ef þér yrðu boðnir svona peningar fyrir að tala í útvarpinu þar. Hættu þessu vinur, gerðu það.“ 

Jordan svaraði á ný og var ekkert að skafa af því.

„Ég myndi taka ferju hvert sem er ef ég þyrfti ekki að sjá þig aftur, hálfviti.“

Þarna fékk Agbonlahor sig fullsaddan.

„Mér líkar ekki við að það sé talað svona við mig. Við skulum ræða þetta í vinnunni á morgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum