fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Afar óhugnanlegt myndband í dreifingu – Pöbbum á barnamóti lenti saman og annar þeirra dró upp hníf

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar óhugnanlegt atvik kom upp á barnamóti á Spáni á dögunum. Þar reyndi faðir ungs fótboltaiðkanda að stinga annan á hliðarlínunni.

Atvikið átti sér stað á Iber Cup í Cadiz á Spáni. Þar má sjá slagsmál brjótast út á milli tveggja manna, en fjöldi barna var í kringum þá.

Annar mannanna tók þá upp hníf og reyndi augljóslega að stinga hinn, áður en gerandinn var dreginn í burtu.

Sá sem varð fyrir árásinni gekk í burtu og hélt um höfuðið, en ekki er ljóst hvort hann hafi hlotið stungusár.

Faðir reyndi að stinga annan föður á leik milli barnaliða í Cadiz,segir í frétt Marca um málið. Gjörsamlega stjórnlaus einstaklingur reyndi að stinga annan mann í slagsmálum á Iber Cup barnamótinu.

Annar spænskur miðill, Cope, segir manninn hafa hótað öðrum áður en hann dró fram hnífinn og reyndi að stinga hinn aðilann. Þar kemur fram að maðurinn með hnífinn hafi verið handtekinn.

Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum