fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Beckham vaknaði og það voru milljón skilaboð í símanum – „Hvað er að gerast?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 09:00

Lionel Messi ásamt David Beckham og Marco Verratti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckaham, knattspyrnugoðsögn og eigandi Inter Miami, sagði frá því í nýju viðtali þegar hann komst að því að það væri mjög raunhæfur möguleiki að fá Lionel Messi til félagsins.

Messi gekk í raðir Inter Miami á dögunum. Hann kemur á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain.

„Fyrir nokkrum vikum vaknaði ég og það voru milljón skilaboð í símanum. Ég hugsaði: Hvað er að gerast? Vanalega fæ ég ekki svona mikið af skilaboðum,“ segir Beckham.

„Svo sé ég að Leo er búinn að segja að hann langi að koma til Miami. Þetta kom mér ekki á óvart.“

Beckham telur að Messi geti fært Inter Miami mikið þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall.

„Ég hef alltaf sagt að ef ég hafi möguleika á að fá bestu leikmenn leiksins til Miami, sama hvar þeir eru á ferlinum, myndi ég gera það.

Svo þegar ég heyri að einn af bestu leikmönnum heims, ef ekki sá besti, sá sem hefur unnið allt, er enn frábær leikmaður og enn ungur, langi að koma í mitt félag var það risastórt augnablik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband