fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Krufðu vandamálin í Grindavík og Hrafnkell gaf Helga engan afslátt – „Þá er ekkert plan“

433
Mánudaginn 3. júlí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lítið gengið upp hjá Grindavík undanfarið í Lengjudeild karla. Staða liðsins var tekin fyrir í nýjasta þætti Lengjudeildarmarkanna hér á 433 og í Sjónvarpi Símans.

Grindvíkingar hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í Lengjudeildinni og einn af sex í öllum keppnum. Í síðustu umferð tapaði liðið óvænt gegn nýliðum Þróttar R. á heimavelli, 1-2.

video
play-sharp-fill

„Hvað er að hjá Grindavík þessa stundina?“ spurði þáttastjórnandinn Helgi Fannar Sigurðsson í Lengjudeildarmörkunum.

„Þeir liggja til baka og reyna að breika en eru ekki nægilega góðir í því. Þeir hörkuðu sig í gegnum fyrstu leikina en svo þegar þeir eiga að vera með boltann og stjórna leikjum, þá er ekkert plan. Það er hellingur af leikmönnum sem eru góðir í fótbolta þarna en þeir eru ekki nógu góðir sem lið,“ svaraði sérfræðingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson.

Helgi tók til máls á ný.  „Til að koma Helga Sig (þjálfara Grindavíkur) til varnar finnst mér stundum vera einbeitingarleysi hjá leikmönnum og eins og það hreinlega skorti einhvern vilja.“

Hrafnkell var hins vegar ekki til í að gefa þjálfaranum neinn afslátt.

„Ég held að ábyrgðin sé alltaf á þjálfaranum. Hann á að vera leiðtoginn, stjórna taktískum æfingum, peppi fyrir leik og öllu þessu. Hann verður að taka eitthvað á sig því þetta er bara ekki nógu gott.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
Hide picture