fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Óvænt hættur aðeins 32 ára gamall – Var frábær í úrvalsdeildinni

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. júlí 2023 20:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Mooy, leikmaður Celtic, er óvænt búinn að leggja skóna á hilluna aðeins 32 ára gamall.

Þetta kemur mörgum á óvart en Mooy er ástralskur landsliðsmaður og á að baki 57 landsleiki fyrir þjóð sína.

Mooy var frábær fyrir Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni frá 2017 til 2020 en samdi síðar við Brighton til tveggja ára.

Hann spilaði lítið hjá Brighton og hélt síðar til Kína en Celtic ákvað að semja við miðjumanninn árið 2022.

Mooy á ennþá ár eftir af samningi sínum við Celtic en hann hefur ákveðið að kalla þetta gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll