fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Allt brjálað því hann er að byggja nýtt hús sem er líkt við spítala: Hefur tekið yfir þrjú ár – ,,Gatan mín hefur verið lokuð í marga mánuði“

433
Laugardaginn 1. júlí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nágrannar Cristiano Ronaldo eru orðnir gríðarlega þreyttir á þeirri endalausu vinnu sem fer í að byggja nýtt glæsibýli leikmannsins.

Ronaldo er að byggja glæsibýli í Lisbon í Portúgal sem mun að lokum kosta hann 28 milljónir punda.

Það hefur tekið yfir þrjú ár að byggja húsið, eitthvað sem nágrannar portúgölsku stjörnunnar hafa fundið vel fyrir.

Blaðið Look ræddi við nágranna Ronaldo um byggingu hússins og voru viðbrögðin svo sannarlega ekki frábær.

,,Þeir hafa verið að byggja þetta hús í þrjú ár. Þetta er svo stórt, þetta lítur út eins og spítali,“ sagði einn nágranni.

Annar bætir við: ,,Gatan mín hefur verið lokuð í marga mánuði og garðurinn er fullur af sandi. Allt því Ronaldo er að byggja pýramída.“

Ronaldo er ekki einu sinni búsettur í Lisbon en hann og hans fjölskylda eru nú staðsett í Sádí Arabíu.

Svona á húsið svo að líta út eftir að framkvæmdir klárast.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll