fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Opnar sig loksins um atvikið í vetur: Kýldi liðsfélaga eftir leik – ,,Eitthvað svona getur átt sér stað“

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. júlí 2023 08:00

Guardiola og Sane spjalla. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sadio Mane, leikmaður Bayern Munchen, hefur opnað sig um það þegar hann kýldi liðsfélaga sinn Leroy Sane í vetur.

Allt sauð upp úr á milli Mane og Sane eftir 3-0 tap gegn Manchester City í Meistaradeildinni en þeir rifust einnig innan vallar.

Mane var um tíma settur í stutt bann hjá Bayern en var ekki lengi að snúa aftir til æfinga.

Þeir félagar náðu sáttum að lokum en Mane viðurkennir að eitthvað hafi átt sér stað eftir leikinn.

Senegalinn fer ekki út í nein smáatriði en segir að það sé ekkert illt þeirra á milli þessa dagana.

,,Eitthvað svona getur átt sér stað. Við gátum fundið úr þessu litla vandamáli,“ sagði Mane við 2sTV.

,,Stundum er gott að finna lausn á vandamálunum en kannski ekki á þennan hátt. Þetta tilheyrir sögunni í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll