fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Ferdinand pirraður út í Manchester United – „Finnst það ekki rétt eða sanngjarnt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 30. júní 2023 09:42

Rio Ferdinand

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand er pirraður á sínu gamla félagi, Manchester United, vegna meðferðarinnar á markverðinum David De Gea.

Samningur Spánverjans er að renna út á miðnætti og hefur ekki tekist að endursemja.

Félagið bauð honum samning þar sem markvörðurinn hefði þurft að taka á sig mikla launalækkun frá þeim 375 þúsund pundum á viku sem hann er á núna og samþykkti De Gea það. Að lokum vildi United hins vegar ekki skrifa undir samninginn og vildi að hann lækkaði laun sín enn frekar.

Var De Gea pirraður á þessu.

Erik ten Hag er talinn vilja nýjan markvörð og er Andre Onana sterklega orðaður við félagið.

Getty

„Þetta er skondin staða. Hvort sem þú telur að David De Gea sé nógu góður fyrir Manchester United í dag er matsatriði. En hann hefur verið frábær þjónn fyrir félagið. Hann hefur verið hér í tólf ár og oft verið valinn leikmaður ársins. Hann er ótrúlegur atvinnumaður,“ segir Ferdinand.

„Það eru margir sem vilja að hann fari og það er allt í lagi. En ég er mjög hissa á hvernig félagið hefur staðið að þessu. Þetta snýst allt um samskipti og mér finnst fleiri og fleiri leikmenn fara á slæmm nótum og mér finnst það ekki rétt eða sanngjarnt fyrir leikmanninn.“

Ferdinand telur að De Gea fari nema það mistakist að fá annan markvörð til United.

„Eina leiðin fyrir hann að vera áfram er ef Onana eða hver sem þeir vilja kemur ekki til félagsins. Það yrði samt erfitt fyrir De Gea því hann sér félagið ekki í sama ljósi núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“