Það er útlit fyrir að bæði Arsenal og Manchester City bjóði í Declan Rice, miðjumann Aston Villa í þessari viku.
West Ham hefur hafnað tveimur tilboðum Arsenal í Rice. Það seinna hljóðaði upp á 75 milljónir punda með möguleika á 15 milljónum punda til viðbótar.
Því var hafnað en Arsenal hefur látið West Ham vita að félagið hyggist bjóða einu sinni til viðbótar í Rice.
Manchester City ætlar að lauma sér í baráttuna við Arsenal um þjónustu enska landsliðsmannsins, sem á tvö ár eftir af samningi sínum við West Ham.
Englandsmeistararnir eiga eftir að bjóða formlega í Rice en munu að öllum líkindum gera það í þessari viku.
Manchester City and Arsenal both want to bid for Declan Rice this week. More to follow. ✨🏴 #AFC #MCFC https://t.co/zWSgdhyFzM
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 26, 2023