fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Besta deild karla: Stefnir í arfa slaka titilvörn Blika – FH í alvöru gír og Keflavík náði í stig

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. júní 2023 21:12

Mynd/ Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Titilvörn Breiðabliks er nánast orðin að engu eftir tap gegn HK í Kórnum í kvöld. Heimamenn unnu sanngjarnan sigur 5-2 sigur og eru með sex stig gegn Blikum í sumar.

HK komst í þrígang yfir í leiknum en tveir fyrrum Blikar, þeir Atli Hrafn Andrason og Arnþór Ari Atlason voru á skotskónum.

Eftir tapið eru Blikar sjö stigum á eftir toppliði Víkings sem eiga leik til góða. Blikar hafa tapað tveimur leikjum gegn HK, einum leik gegn ÍBV og gert jafntefli gegn Keflavík. 11 stig töpuð gegn liðum í neðri hluta deildarinnar.

Það er öllu bjarta yfir FH sem er nú aðeins þremur stigum á eftir Blikum sem sitja í þriðja sæti og á liðið leik til góða. FH var að berjast við fall á síðustu leiktíð en vann Fram 4-0 í kvöld þar sem Úlfur Ágúst Björnsson skoraði tvö.

Keflavík bjargaði svo stigi gegn Fylki á heimavelli þar sem Edon Osmani jafnaði leikinn. Keflavík er þremur stigum á eftir Fram sem er í tíunda sæti deildarinnar.

HK 5 – 2 Breiðablik
1-0 Örvar Eggertsson
1-1 Stefán Ingi Sigurðarson
2-1 Atli Hrafn Andrason
3-1 Arnþór Ari Atlason
3-2 Stefán Ingi Sigurðarson
4-2 Atli Arnarson
5-2 Brynjar Snær Pálsson

FH 4 – 0 Fram
1-0 Úlfur Ágúst Björnsson
2-0 Úlfur Ágúst Björnsson
3-0 Kjartan Kári Halldórsson
4-0 Kjartan Henry Finnbogason

Keflavík 1 – 1 Fylkir
0-1 Pétur Bjarnason
1-1 Edon Osmani

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vaknaði og fór að hágráta vegna Jota – ,,Svo ótrúlega sársaukafullt“

Vaknaði og fór að hágráta vegna Jota – ,,Svo ótrúlega sársaukafullt“