fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Elvar varpar nýju ljósi á umdeilt mark Ronaldo gegn Íslandi – Stráir salti í sárin

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. júní 2023 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru margir Íslendingar ansi reiðir eftir tap gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 í gær. Sigurmark Portúgala var ansi umdeilt.

Mark Cristiano Ronaldo á 89. mínútu reyndist eina mark leiksins. Var það upphaflega dæmt af vegna rangstöðu en eftir langa skoðun í VAR var dómnum snúið við.

Margir eru brjálaðir yfir þessu, enda erfitt að halda því fram að um augljós mistök dómara hafi verið að ræða með því að lyfta flagginu.

Sem fyrr segja tók VAR-skoðun ansi langan tíma. Í Innkastinu á Fótbolta.net ræddi Elvar Geir Magnússon, ritstjóri miðilsins, um þá VAR-tækni sem notuð er í landsleikjum hér á landi.

„Ég heyrði það að þessar VAR-græjur sem koma hingað til landsins séu rosalega hægar, þegar það er spólað til baka og þess háttar,“ sagði Elvar í þættinum.

„Ég heyrði að Chris Kavanagh, sem var í VAR-herberginu í leiknum gegn Slóvökum, hafi kvartað yfir hvað allt tók langan tíma. Þeir virðast ekki hafa verið að senda bestu græjurnar hingað til lands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur