fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Hareide svekktur með þýska dómarann og segir – „Myndin sýnir að honum var ýtt“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 21:36

Mynd: Kristinn Svanur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Leikmennirnir gerðu vel, þetta var erfitt eftir að við urðum tíu. Það er meira pláss sem leikmenn þurfa að eiga við, við vorum óheppnir með ákvarðanir,“ sagði Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands eftir tap gegn Portúgal í kvöld.

Sigurmark Portúgals kom seint í leiknum frá Cristiano Ronaldo en skömmu áður var Willum Þór Willumsson var rekinn af velli „Það var hart að gefa WIllum tvö gul spjöld,“ sagði Hareide.

„Leikmennirnir hafa verið frábærir, ég hef unnið með þeim í þessum glugga og þeir hafa unnið hart fyrir hvorn annan og verið skipulagðir. Það voru mikilvægir menn sem voru ekki með, Aron Einar, Arnór Sigurðsson og Birkir Bjarnason.“

„Við áttum að vinna Slóvakíu, í stað þess að vera með fjögur stig erum við núll stig úr þessu verkefni.“

Í markinu sem Ronaldo skoraði var Hörður Björgvin Magnússon eftir sem mögulega spilaði Portúgala réttstæða.

„Þegar við sjáum myndina þá ýtti Rafael Leo honum í þá stöðu, við eigum að geta klárað það. Það þarf að spyrja Hörð hvort hann hafi getað stigið upp en myndin sýnir honum var ýtt. Hörður sofnaði ekki.“

„Við getum sagt að þetta væri brot, þýski dómarinn gaf okkur ekki mikið. Þú þarft að passa þig í þessum stöðum.“

Staða Íslands er slæm í riðlinum, Portúgal er með tólf stig og Slóvakía með tíu stig. Ísland er aðeins með þrjú stig og staðan erfið þegar fjórir leikir eru búnir og sex eftir.

„Við verðum að horfa á þriðja sætið, við verðum að vinna Lúxemborg en þeir eru góðir. Þeir eru að bæta sig, það er ekki einfaldur leikur. Vonandi verða fleiri leikmenn heilir og í betra formi,,“ segir Hareide.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin
433Sport
Í gær

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning