fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Martinez íhugaði ekki að taka Ronaldo af velli – „Ég var ekki hissa á frammistöðu Íslands“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 21:29

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roberto Martinez þjálfari Portúgals segist ekki vera hissa á því hversu erfitt var að brjóta íslenska liðið niður í kvöld.

Portúgal marði 0-1 sigur á Íslandi þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins undir lokin.

Martinez segir að það sé einstakt að vinna með Ronaldo sem var að spila sinn 200 landsleik.

„Þetta er góð spurning, þegar þú ert fyrir utan þetta þá sérðu ekki leyndarmálið. Að spila svona 38 ára, hann hefur frábært hugarfar og vilja til að vera bestur. Hann vill bæta sig á hverjum degi, þú sérð þetta hjá ungum leikmönnum. Pepe kemur með það sama, hann er fertugur en þeir horfa á hverja æfingu sem hlut sem skiptir máli. Cristiano er ferskur, hann er líkamlega ferskur,“
segir Martinez.

Martinez kveðst ekki vera hissa á því hversu erfitt var að vinna Ísland.

„Ég var það ekki, ég hef komið hingað tvisvar áður með Belgíu. Ég veit það að liðið er frábært í návígjum. Það er mikil orka í íslenska liðinu, Ísland var mjög óheppið gegn Slóvakíu. Þeir voru að reyna að sækja úrslit eftir þau vonbrigði. Við komumst í góðar stöður og fengum 11 horn. Ég var ekki hissa, ég var ánægður með að halda hreinu.“

Martinez segist aldrei hafa íhugað að taka Ronaldo af velli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Í gær

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi
433Sport
Í gær

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir